Allur pakkinn
nr.1 Veislustjórn, utanumhald, dagskrá á sviði
nr.2 Skemmtiatriði á milli rétta og yfir kvöldið
nr.3 Gítar/Söngur (tónlistaratriði)
nr.4 Hljóðkerfi + uppsetning
nr.5 DJ Lalli töframaður sér um partý´ið eftir borðhald
nr.6 Tónlist í fordrykk og yfir borðhald
* Á Íslensku ... Ensku ... eða bæði
Lalli er þaulreyndur, skemmtilegur og fagmannlegur veislustjóri
sem býður upp á allt sem veislustjóri getur mögulega boðið uppá.
Veislustjóri
Lalli heldur utan um öll praktísk mál á meðan veislu stendur, dagskrá á sviði
sem og flæði í sal í samstarfi við yfirþjón (staðarhaldara/yfirkokk) svo að
veisluna flæði sem best og allir gestir fái sem mest út úr kvöldinu. Ef eitthvað
kemur uppá eða ef einhverju þarf að redda, þá stekkur Lalli til og sér um þau mál.
Tónlist yfir kvöldið
Lalli sér um tónlist í fordrykk og dinnertónlist yfir mat.
Skemmtiatriði
Frá upphafi til enda kvölds býður Lalli svo að sjálfsögðu
upp á stórskemmtileg og fjölbreytt skemmtiatriði sem
eru samblanda af uppistandi, töfrum og almennri gleði.
Gítar/Söngur
Gítarinn er svo alltaf við höndina ef gestir
verða sérstaklega söngþyrstir.
DJ
Eftir borðhald breytist Lalli í DJ (plötusnúð) og sér um gleðina og dansgólfið eftir að formlegu borðhaldi líkur. *m.v. til kl.00:00.
Hljóðkerfi
Þetta fallega Bose hljókerfi inniheldur allt sem þarf:
Tveir toppar, tveir botnar, mixer, snúrur, hljóðnemar, statíf o.s.fr.
...í staðin fyrir að leigja, sækja, setja upp, tengja, stilla, taka niður
og skila hljóðkerfi, þá sér Lalli um þetta allt saman fyrir þig!

.png)

