Frestanir og afbókanir

Þegar ég er búinn að lofa mér í að skemmta einhvers staðar, þarf ég að segja nei við öðrum fyrirspurnum.

Þegar fólk neyðist til að hætta við eða fresta setur það mig oftar en ekki í erfiða stöðu og þess vegna eru þessir skilmálar á bókunum.

 

AFBÓKANIR

Ef afbókað er með meira en 60 daga fyrirvara eru engir eftirmálar.

Ef afbókað er með 30 til 60 daga fyrirvara neyðist ég til að rukka 50% af heildarverði.

Ef afbókað er með minna en 30 daga fyrirvara neyðist ég til að rukka fullt verð vegna afbókunar.

​FRESTANIR

Ef frestun á sér stað á viðburði og ný dagsetning er dagsetning sem ég kemst ekki á, telst það sem afbókun. 

Ef viðburði er frestað með meira en 30 daga fyrirvara og ný dagsetning finnst í sameiningu innan 5 mánaða eru engir eftirmálar.

Ef viðburði er frestað með meira en 30 daga fyrirvara og ný dagsetning er meira en 5 mánuðum frá upprunalegri dagsetningu, telst það sem afbókun.

Ef viðburði er frestað með minna en 30 daga fyrirvara og ný dagsetning finnst í sameiningu innan 5 mánaða eru engir eftirmálar.

Ef viðburði er frestað með minna en 30 daga fyrirvara og ný dagsetning er dagsetning sem ég kemst ekki á, telst það sem afbókun. 

Ef viðburði er frestað oftar en tvisvar telst það sem afbókun.

AFBÓKANIR HJÁ LALLA

Ef ég, Lalli Töframaður, þarf að draga mig úr viðburði af einhverri stórfurðulegri sök eða vegna mikilla veikinda mun ég að fremsta megni hjálpa til við að finna einhvern í minn stað.​​