top of page
5400_source_1661317488_edited.jpg
Show.png

Magic Show með Lalla töframanni - frumsýnd sun 29.jan kl. 15:00 í Tjarnarbíói.

 

  • Einstök barnasýning flutt án orða - Hentar öllum börnum óháð uppruna eða móðurmáli.

  • Miðaverði haldið í lágmarki til að sem flestir geti notið.

  • Mögulega aðgengilegasta barnasýning á Íslandi.

Það má með sanni segja að barnasýningin ,,Magic Show” með hinum sívinsæla Lalla töframanni sé alveg einstakt sviðsverk hér á Íslandi. Lagt var upp með að nota undraheim töfra og töfrabragða til að skapa hrífandi barnaverk í lengd sem hentar yngri leikhúsgestum, nær til þeirra og tengir þau saman alls óháð tungumáli. Fremur en að skapa verk í orðum sem þýða má fyrir mismunandi menningarheima og bakgrunna vill Lalli töframaður skapa sameiginlega  upplifun meðal gesta sinna sama hvaða tungu þau tala. 

Miðaverði er haldið eins lágu og kostur er til að bæta enn aðgengið fyrir gesti af ólíkum uppruna. Sýningin hentar svo sannarlega allri fjölskyldunni og með lægra miðaverði en gengur og gerist vill Lalli auðvelda barnafólki að hópast í leikhúsið og sparka duglega í verðbólgudrauginn á leiðinni.

Að lokum má nefna aðgengi að- og inn í Tjarnarbíói sem er mjög gott fyrir þau sem notast við hjólastól eða önnur hjálpartæki við hreyfingu og notist leikhúsgestur við NPA þarf ekki að greiða fyrir miða aðstoðarmanneskjunnar.

Það má því sannarlega velta því fyrir sér hvort Lalli töframaður hafi hér búið til aðgengilegustu barnasýningu Íslandssögunnar og þótt víðar væri leitað.

Aðal leikari sýningarinnar er sjálfur Lalli töframaður en með honum á sviði, í fyrsta skipti, verður enginn annar en þvottabjörninn Ringó. Saman munu þeir heilla áhorfendur, unga sem aldna, með gríni, gleði og töfrabrögðum hvar Ringó verður jafnvel sagaður í sundur! Eða sagar Ringó Lalla í sundur? Í öllu falli verður einhver látinn hverfa!

Lalli töframaður er á meðal okkar reynslumestu skemmtikrafta með áratuga reynslu af töfrum, skemmtunum, glensi og gríni fyrir börn sem fullorðna. 

Lalli er annar stofnandi elsta kabaretts á íslandi Reykjavík Kabarett, heldur úti geysivinsælum skemmtiþáttum fyrir börn á Youtube og fleiri stöðum og setti upp töfrasýninguna Lalli og Töframaðurinn sem gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói veturinn 2020/2021

 

Aðgengileg, skemmtileg & töfrandi fyrir öll.

Tengiliður: 

Lárus Blöndal / Lalli töframaður  

8488972

www.toframadur.is   

lallitoframadur@gmail.com

bottom of page