Í boði 

IMG_1624.JPG

Veislustjóri

Lalli er þaulreyndur veislustjóri á stórum árshátíðum jafnt sem litlum veislum.

Hann heldur utan um og stýrir veislunni í samstarfi við veisluhaldara, stendur fyrir uppákomum og býður upp á stórskemmtileg og fjölbreytt atriði, grín, bráðfyndin töfrabrögð og svo grípur hann í gítarinn ef gestir eru sérstaklega söngþyrstir.

Lalli Töframaður er sko sannarlega veislustjóri með marga ása uppí erminni.​​​

Uppákomur

Ef þig vantar einhvern reynslumikinn en á sama tíma skemmtilegan til að stjórna, kynna eða taka þátt í hvers kyns

uppákomum þá er Lalli maðurinn.

Hann er ekki bara skemmtilegur heldur ávallt snöggur til, er fagmannlegur, yfirvegaður og hefur góða stjórn á aðstæðum og hópum.​

Alþjóðlegt (mállaust)

Lalli Töframaður er oft fenginn til að skemmta blönduðum hópi fólks hvaðanæva að úr heiminum.  Við slíkar aðstæður notast hann við sjónrænt grín, tónlist, búkhljóð og auðskiljanlega líkamstjáningu í sprenghlæilegum töfrasýningum sem skila sér án nokkurra orða.

+18 grín

Þegar svo ber undir er Lalli alltaf tilbúinn að draga fram 18+ grínið sitt sem mun koma fólki í opna skjöldu.

Þá blandar hann saman fullorðinsbröndurum, sirkúsatriðum (sem eru ekki fyrir klígjugjarna) og öðruvísi töfrabrögðum þar sem jafnvel spjör eða fleiri munu falla á meðan áhorfendur gubba af gleði.

 

 

Jólasveinn fyrir fullorðna

Það að fá jólasvein í starfsmannagleðina eða árlega jólasaumaklúbbinn er með því skemmtilegra sem Lalli tekur sér fyrir hendur. Jólasveinninn er kinntur inn en í þettað sinn er hann klæddur í rauðan jakkafatajakka og ekki með húfuna (en þó með skeggið og hárið). Jólasveinninn grínar í fullorðnafólkinu og segist vera að færa sig meira útí að skemmta fullorðnum. Eftirhermur, grín og jafnvel eitt/tvö jóla, eða ekki jóla, lög sungin. Í lokin gefst sveinki upp á feluleiknum og útskýrir að hann sé í raun Lalli Töframaður sem endar svo á smá töfrum og fagmannlegu rugli.

Skemmtun sem hentar öllum aldurshópun ...svo lengi sem sá aldurshópur er EKKI börn

sefs.PNG

Á Netinu

Hvort sem það er árshátíð, barnaafmæli eða eitthvað þar á milli að þá er hægt að staðfæra það yfir á netið.

Lalli er ekki kallaður töframaður fyrir ekki neitt. Það er allt í boð hvort sem það er atriði fyrir vinnustaðinn, einka töfrasýning, spjall, töfrakennsla eða bara almenn gleði og hamingja!

Bingó og ZOOM bingó

Lalli stjórnar ekki bara bingói, hann gerir bingóstjórn að listgrein, grínast og skemmtir sér með spilurum.

Það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða ekki, allir fara brosandi heim.

Skemmtiatriði

Lalli Töframaður býður upp á skemmtiatriði sem hentar hvaða tilefni og uppákomu sem er.

Hann lagar hverja sýningu og framkomu sína að aðstæðunum hverju sinni. Stór samkoma, lítið partý, innan- eða utandyra, barna eða fullorðins - Lalli er með nóg af ásum uppi í erminni fyrir hvert tilefni.

Hópsöngur / Gítarspil

Þó að Lalli sé fyrst og fremst uppistandari og töframaður þá er hann mikill músíkant.

Hann fer létt með að stýra hópsöng, spilar undir á gítarinn og þenur söngleikjaröddina.

Pub Quiz

Lalli tekur að sér að mæta á bjórkvöld eða skemmtanir og stjórna pub quiz spurningakeppni af sinni alkunnu snilld og hressleika. Hann mætir með fullan poka af bráðskemmtilegum spurningum sem henta tilefninu, spurningar sem eru svo almennar og óvæntar að allir eiga jafna möguleika á að sigra.

Reykjavík Kabarett

Lalli Töframaður stofnaði Reykjavík Kabarett með Margrétu Erlu Maack árið 2016. Kabarettinn býður upp á

eggjandi og húmorískar fullorðinssýningar með fjölbreyttum hópi fjöllistafólks.

Sýningar Kabarettsins hafa hlotið einróma lof og er hann nú orðinn að föstum lið í Þjóðleikhúskjallaranum. Fullorðinsskemmtun eins og hún gerist best.

Sirkús & SideShow

Þó svo að Lalli sé töframaður hefur hann alltaf verið með annan fótinn inni í sirkús- og sideshow-listum.

Lalli kemur reglulega fram með Sirkús Ísland og er annar stofnenda sideshow-teymisins Coney Iceland.​​​​

Blöðrugerð

Fyrir barn er það töfrum líkast að sjá blöðru verða að hundi.

Með bros á vör fer Lalli létt með að snúa blöðrur og töfra þannig fram ýmis konar blöðrudýr fyrir krakkana.

lalli 9juni-8.jpg

Kynnir

Ertu að halda hátíð eða viðburð, vantar kynni sem nær til allra aldurshópa?

Ekki leita lengra. Lalli er ótrúlega fjölhæfur og reynslumikill kynnir. Hann er viðkunnalegur, hress, skemmtilegur og fagmannlegur í vinnubrögðum. Og ef að gat myndast í dagskránni og teygja þarf lopann er hann alltaf fljótur að grípa til töfrabrögðanna.

DJ 

Plötusnúður

Þegar þig vantar kynni á árshátíðina sem er líka með skemmtiatriði og sér svo um plötusnúðun þá er Lalli klárlega besti vinur þinn í heiminum.

Fjölskylduskemmtun

Á fjölskylduhátíðum er Lalli á heimavelli.

Hann hefur getið sér gott orð fyrir að koma fram þar sem blanda af ungu, fullorðnu og rosafullorðnu fólki er komið saman.

Lalli Töframaður nær að skemmta öllum hópum í einu og það kemur mörgum skemmtilega á óvart að sjá skemmtikraft ná svona vel til allra aldurshópa.

-Sjón er sögu ríkari.

Barnaskemmtun

Það er hreinlega ótrúlegt hversu vel Lalli Töframaður  nær til barna. Þegar hann mætir með töfratöskuna á barnaskemmtun þá verður allt vitlaust.

Krakkarnir og Lalli Töframaður skemmta sér saman á meðan á sýningunni stendur enda kemur hann fram við börnin sem jafningja.  Krakkar hafa óstjórnlega gaman af töfrabrögðum og sérstaklega þegar þau eru sett fram á svo aðgengilegan og skemmtilegan hátt.  Töfrasýningar Lalla eru ógleymanleg upplifun fyrir krakkana.

Jólasveinn fyrir börn

Lalli Töframaður þekkir vel til í bransanum og það vill svo til að einn af hans bestu vinum er Giljagaur. Lalli er með númerið hjá honum og mun glaður koma ykkur í samband við skemmtilegasta jólasvein allra tíma! Giljagaur kemur að sjálfsögðu í fullum skrúða og með kartöflusekkinn góða sem hægt er að fylla af gjöfum fyir börnin ef fólk kýs. Lalli Töframaður er meira að segja búinn að kenna honum Giljagaur smá töfra sem honum þykir ótrúlega skemmtilegt að grípa í og sýna öllum á ballinu og grínast um leið uppá sviði. 

Giljagaur syngur svo að sjálfsögðu lögin með börnunum og getur tekið gítarinn með sér ef óskað er eftir því.

hjörtur_20170622-235121_-_MummiLu_.jpg
lalli 9juni-54.jpg