KnúsLalli töframaður
00:00 / 03:50

Jólaplatan Gleðilega hátíð er hugsuð sem hin fullkomna jólaplata til að hlusta á á meðan bakaðar eru piparkökur, hvort sem piparkökugerðarfólkið er ungt eða eldra.

Þetta er lifandi og hlý plata sem kjarnar jólin í fallegum, flottum og skemmtilegum jólalögum. 

Um eru að ræða 12 jólalög með íslenskum textum, bæði gömul og ný.

Það er fjölbreyttur hópur listafólks sem á lög og texta á plötunni og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Megas og Justin Bieber.

Jólabarnið Lalli töframaður er aðal söngvari plötunnar en hann fær einnig frábæra gesti með sér í nokkur útvalin lög.

Tónlistarstjóri plötunnar er Daði Birgisson.

Tónlistafólk plötunnar:

Þorvaldur Þór Þorvaldsson - trommur.

Börkur Hrafn Birgisson - gítar.

Daði Birgisson - píanó, hammond, roach, fleiri takkar, flaut, bakraddir, bassi, klokkenspil.

Tumi Árnason- saxafónn, hljóðgerfill í Mömbu.

Lárus Blöndal / Lalli töframaður - söngur, ásláttur, trommur í Mömbu, gítar í Jólastund með þér.

Gestasöngvarar - Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Gunnar Ragnarsson, Heiðrún Arna, Ævar Þór Benediktsson, Purumenn, Eggert Stress.

  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube

Lalli Töframaður - 8488972 - lallitoframadur@gmail.com